Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. júlí 2018 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Iniesta leggur landsliðsskóna á hilluna
Iniesta er búinn að leika sinn síðasta landsleik.
Iniesta er búinn að leika sinn síðasta landsleik.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn magnaði Andres Iniesta hefur tilkynnt að hann sé hættur í spænska landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik í dag þegar Spánn tapaði fyrir Rússlandi í vítaspyrnukeppni á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Leikurinn endaði 1-1 og fór alla leið í vítakeppni þar sem Igor Akinfeev, markvörður Rússa, var hetjan.

Iniesta byrjaði á bekknum í dag en kom inn á sem varamaður á 67. mínútu leiksins.

Eftir leikinn greindi hinn 34 ára gamli Iniesta að hann væri búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna. „Þetta var minn síðasti leikur fyrir Spán, magnaður tími á enda. Stundum er endirinn ekki eins og þig hafði dreymt hann," sagði Iniesta við Radio Estadio.

Þessi Barcelona goðsögn spilaði 131 landsleik fyrir Spán og skoraði 13 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleik HM 2010 gegn Hollandi. Iniesta varð tvisvar Evrópumeistari og einu sinni Heimsmeistari með Spáni.

Iniesta yfirgaf Barcelona á dögunum og gekk í raðir Vissel Kobe í Japan.
Athugasemdir
banner
banner