Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 01. júlí 2018 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jeppe Hansen spáir í leik Króatíu og Danmerkur
Jeppe Hansen í leik með Keflavík.
Jeppe Hansen í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld verður efalaust hörkuleikur á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi þegar Króatía, lið sem við Íslendingar þekkjum mjög vel, mætir Danmörku í 16-liða úrslitum.

Króatía vann riðil okkar Íslendinga með fullt hús stiga. Eina liðið sem átti möguleika í Króatíu í riðlinum var Ísland. Sá leikur endaði 2-1 og var Ísland óheppið að vinna ekki.

Jeppe Hansen, danskur framherji Keflavíkur, er á þeirri skoðun að Króatar verði stoppaðir í kvöld.

Króatía 0 - 1 Danmörk (klukkan 18:00)
Sannleikurinn er sá að Danmörk er ósigrandi í augnablikinu. Við höfum ekki tapað í síðustu 18 leikjunum og það mun ekki breytast í dag. Þetta verður leikur fárra marktækifæri en ég er viss um að við munum ná inn markinu sem gefur okkur sigurinn.

Leikurinn mun enda 1-0. Christian Eriksen skorar markið úr VAR-vítaspyrnu.

*VAR-vítaspyrna þegar dómari dæmir vítaspyrnu með hjálp myndbandsdómara eða með því að líta á atvikið aftur á myndbandi.
Athugasemdir
banner
banner