Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 01. júlí 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe og enska landsliðið gefa laun til góðgerðarmála
Mynd: FIFA
Atvinnumenn í knattspyrnu græða gífurlega mikinn pening í dag og hafa margir þeirra ákveðið að gefa landsliðslaun sín til góðgerðarmála.

Enska landsliðið hefur verið í fararbroddi í þeim efnum undanfarinn áratug. Gullaldarkynslóðin svokallaða byrjaði að gefa öll landsliðslaun sín til góðgerðarmála árið 2007. Þá var David Beckham fyrirliði og menn eins og John Terry, Frank Lampard og Steven Gerrard voru upp á sitt besta.

Á rúmlega tíu árum hefur enska landsliðið safnað rúmlega 5 milljónum punda í góðgerðarstarfsemi.

Englendingarnir eru þó ekki þeir einu sem fá ekki pening í vasann fyrir að spila fyrir landsliðið sitt.

Kylian Mbappe er að gera gott mót með Frakklandi og er hann einn alltof fárra leikmanna heimsmeistaramótsins sem gefur öll launin sín til góðgerðarmála.

„Mér finnst fáránlegt að fá borgað til að spila fyrir landið mitt," segir hinn 19 ára gamli Mbappe.

Mbappe skoraði tvennu gegn Argentínu í 16-liða úrslitunum og verður aftur í eldlínunni á föstudaginn þegar Frakkar mæta Úrúgvæ í 8-liða úrslitum.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner