Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 01. júlí 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo óskaði Úrúgvæ til hamingju
Mynd: Getty Images
Evrópumeistarar Portúgal töpuðu 2-1 gegn Úrúgvæ í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins og var Cristiano Ronaldo rólegur eftir tapið.

Ronaldo er fyrirliði Portúgal og skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni. Honum tókst þó ekki að komast á blað gegn sterkri vörn Úrúgvæ.

„Við verðum að óska Úrúgvæ til hamingju með að vera komnir í 8-liða úrslitin," sagði Ronaldo skömmu eftir tapið.

„Mér fannst við eiga góðan leik. Við áttum skilið að fá eitthvað meira út úr honum, en svona er fótboltinn. Sá sem skorar fleiri mörk vinnur.

„Við förum heim með höfuðið hátt. Sem fyrirliði Portúgal veit ég að við lögðum okkur alla fram og getum gengið stoltir frá keppni."


Ronaldo er 33 ára gamall en ekki er ljóst hvort hann ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna eða ekki.

„Þetta er ekki tíminn til að tala um framtíðina. Þetta landslið mun halda áfram að vera eitt af þeim bestu í heimi."
Athugasemdir
banner