Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 01. júlí 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sampaoli ætlar ekki að segja af sér
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Argentínu hefur gengið illa á HM og byrjaði mótið á jafntefli við Ísland. Í næstu umferð tapaði liðið 3-0 fyrir Króatíu og rétt marði Nígeríu í úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni.

Argentína virkaði ósannfærandi gegn Frökkum í 16-liða úrslitum og tapaði 4-3.

Stór hluti stuðningsmanna argentínska landsliðsins vill að Sampaoli segi af sér en hann tekur það ekki í mál.

„Ég er ekki að skoða möguleikann að segja af mér starfinu. Það er enn of snemmt til að taka svoleiðis ákvörðun," sagði Sampaoli eftir tapið.

„Deschamps hefur verið lengur við stjórnvölinn hjá Frakklandi, það er mikill kostur. Við áttum mjög erfiða undankeppni en við getum ekki notað það sem afsökun."

Sampaoli telur sína menn hafa verið óheppna að tapa gegn Frakklandi, þar sem Lionel Messi komst aldrei á skrið á meðan Kylian Mbappe hrellti argentínsku vörnina með leiftrandi hraða sínum.

„Við notuðum Messi sem falska níu, hann er besti leikmaður heims. Við reyndum að spila nálægt honum og það tókst á köflum.

„Við stjórnuðum leiknum, vorum 63% með boltann, en Frakkar áttu stórhættulegar skyndisóknir. Mbappe er ótrúlegur leikmaður."

Athugasemdir
banner
banner
banner