Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 01. júlí 2018 16:24
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn með yfir 1000 sendingar - Fjórði varamaður notaður
Mynd: Getty Images
Rússar og Spánverjar eigast við í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins þessa stundina.

Hundleiðinlegum leik lauk með 1-1 jafntefli og var því gripið til framlengingar.

Framlengingin hefur ekki verið mikið skemmtilegri en leikurinn sjálfur, þar sem Spánverjar senda boltann á milli sín án þess að skapa sér færi.

Spánverjar bættu þó 50 ára gamalt met í leiknum þegar þeir sentu boltann oftar en 1000 sinnum á milli sín.

Þá varð Aleksandr Yerokhin fyrsti leikmaður sögunnar til að vera notaður sem fjórði varamaður. Í fyrsta skipti í sögu heimsmeistaramótsins má nota fjóra varamenn í sama leik, þrjá í venjulegum leiktíma og einn í framlengingu.

Nú eru átta mínútur eftir af framlengingunni og staðan er enn 1-1, en Spánverjar virðast vera að þokast nær sigurmarkinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner