Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. júlí 2019 16:39
Elvar Geir Magnússon
Arsenal með 40 milljóna punda tilboð í Zaha
Zaha í landsliðstreyju Fílabeinsstrandarinnar.
Zaha í landsliðstreyju Fílabeinsstrandarinnar.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Arsenal gert 40 milljóna punda tilboð í vængmanninn Wilfried Zaha hjá Crystal Palace.

Í síðustu viku var greint frá því að Zaha, sem er 26 ára landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar, vildi yfirgefa Palace og draumur hans væri að fara til Arsenal.

Arsenal mistókst að komast í Meistaradeildina og það minnkar möguleika félagsins að fá Zaha.

Manchester United seldi Zaha aftur til Palace fyrir fjórum árum og myndi fá 25% af kaupverðinu samkvæmt klásúlu.

Mirror sagði í morgun að það yrði erfitt fyrir Arsenal að landa Zaha nema hann myndi fara formlega fram á sölu frá Palace en þar er hann algjör lykilmaður.

Annars er það að frétta af leikmannamálum Arsenal að franskir fjölmiðlar segja að Lyon hafi boðið Arsenal að kaupa Nabil Fekir fyrir aðeins 30 milljónir punda. Leikmaðurinn vill fara í ensku úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner