Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 01. júlí 2019 20:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bróðir Zaha biðlar til Crystal Palace - „Draumur hans"
Mynd: Getty Images
Judicael, bróðir Wilfried Zaha, hefur hvatt Crystal Palace að leyfa bróður sínum að ganga í raðir Arsenal.

Arsenal hefur mikinn áhuga á Zaha og Zaha hefur mikinn áhuga á því að ganga í raðir Arsenal.

Arsenal bauð 40 milljónir punda í hinn 26 ára gamla Zaha í dag, en talið er að Palace vilji fá nær 80 milljónum punda fyrir hann. David Ornstein segir að tilboði Arsenal verði hafnað.

Ornstein segir að Arsenal sé aðeins með 45 milljónir punda til leikmannakaupa í sumar.

„Wilfried mun alltaf hugsa vel til Crystal Palace og stuðningsmanna félagsins, en það er draumur hans að spila fyrir Arsenal," sagði Judicael við Sky Sports.

„Eftir allt sem Wilfried hefur gefið Palace til að hjálpa liðinu að halda sér í ensku úrvalsdeildinni, þá vona ég að Palace nái samkomulagi við Arsenal. Það myndi leyfa Wilfried að upplifa draum sinn, að spila í Evrópukeppni fyrir félagið sem hann hefur stutt frá því í barnæsku."
Athugasemdir
banner