Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 01. júlí 2019 18:26
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Víkings og ÍA: Hvolpasveitin skipar miðju Víkinga
Erlingur Agnarsson hluti af ungri miðju Víkinga
Erlingur Agnarsson hluti af ungri miðju Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍA var að fá Aron Kristófer Lárusson frá Þór. Hann byrjar á bekknum í kvöld.
ÍA var að fá Aron Kristófer Lárusson frá Þór. Hann byrjar á bekknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur mætir ÍA í 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar í Víkinni í kvöld. Víkingar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og hafa unnið síðustu þrjá leiki sína í deild og bikar.

Á sama tíma hefur Skagamönnum heldur fatast flugið eftir stórgóða byrjun á mótinu og hafa þeir tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni eftir að hafa farið taplausir í gegnum fyrstu 6 umferðir mótsins.

Beinar Textalýsingar
19:15 KR - Breiðablik
19:15 Grindavík - FH
19:15 Víkingur R. - ÍA

Víkingar stilla upp kunnulegum andlitum í liði sínu í kvöld. Hin unga miðja sem heillað hefur marga í sumar er á sínum stað. Kwame Quee sem gekk til liðs við Víking um helgina er svo á bekknum.

Byrjunarlið Víkings
1. Þórður Ingason (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson
8. Sölvi Ottesen (f)
9. Erlingur Agnarsson
11. Dofri Snorrason
13. Viktor Örlygur Andrason
21. Guðmundur Andri Tryggvason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason

Skagamenn tefla fram sókndjörfu liði. Fyrrum Víkingurinn Viktor Jónsson skipar framlínu liðsins og fær eflaust dyggan stuðning frá Gonzalo Zamorano og Tryggva Hrafni Haraldssyni. Þórður Þorsteinn Þórðarson er svo ekki með í dag en hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið brottvísun í leik ÍA gegn HK á dögunum

Aron Kristófer Lárusson, sem ÍA var að fá frá Þór Akureyri, byrjar á bekknum.

Byrjunarlið ÍA
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson
5. Einar Logi Einarsson
9. Viktor Jónsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
11. Arnar Már Guðjónsson
17. Gonzalo Zamorano
18. Stefán Teitur Þórðarson
23. Jón Gísli Eyland Gíslason
93. Marcus Johansson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner