Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. júlí 2019 18:22
Egill Sigfússon
Byrjunarliðin í toppslagnum: Gummi Bö byrjar - Óbreytt hjá KR
Gummi Bö byrjar í hjarta varnarinnar í kvöld
Gummi Bö byrjar í hjarta varnarinnar í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fær Breiðablik í heimsókn í toppslag Pepsi Max-deildarinnar á Meistaravöllum klukkan 19:15 í kvöld. Þetta er alvöru toppslagur, KR er í fyrsta sæti deildarinnar með 23 stig, einu stigi meira en Breiðablik sem situr í öðru sætinu.

Beinar textalýsingar:
19:15 KR - Breiðablik
19:15 Grindavík - FH
19:15 Víkingur R. - ÍA

KR stillir upp sama liði og vann FH í Kaplakrika í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar, sama byrjunarlið og sami bekkur. Þú breytir ekki sigurliði.

Hjá Breiðablik er Elfar Freyr Helgason meiddur og Guðmundur Böðvar Guðjónsson byrjar í hans stað í 3 manna hafsentalínu Breiðabliks. Þá byrjar Höskuldur Gunnlaugsson hetja þeirra í bikarleiknum gegn Fylki á bekknum í kvöld.

Byrjunarlið KR
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
17. Alex Freyr Hilmarsson
19. Kristinn Jónsson
20. Tobias Thomsen
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
25. Finnur Tómas Pálmason

Byrjunarlið Breiðabliks
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
4. Damir Muminovic
9. Thomas Mikkelsen
10. Guðjón Pétur Lýðsson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Arnar Sveinn Geirsson
19. Aron Bjarnason
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner