Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 01. júlí 2019 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Enginn annar völlur eins og Anfield
Pep Guardiola og aðstoðarmaður hans, Mikel Arteta.
Pep Guardiola og aðstoðarmaður hans, Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að það sé enginn annar völlur í heiminum eins og Anfield, heimavöllur Liverpool.

Guardiola ræddi við Ara sem er fjölmiðill í Katalóníu um 4-0 tap Barcelona gegn Liverpool á Anfield í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 en tapaði 4-0 á útivelli. Liverpool fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og vann þar 2-0 sigur á Tottenham.

Guardiola þekkir það að fara á Anfield og tapa stórt. Undir hans stjórn tapaði Manchester City þar 3-0 í Meistaradeildinni 2017/18 tímabilið.

„Ég hélt að Barcelona myndi skora á Anfield. Ég er viss um að leikmennirnir vissu að Anfield er Anfield. Slagorðið "Þetta er Anfield" er ekkert grín," sagði Guardiola.

„Það er eitthvað við Anfield sem þú finnur ekki á öðrum völlum í heiminum. Þeir skora mark og þér líður eins og þú munir fá á þig fjögur á næstu fimm mínútunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner