mán 01. júlí 2019 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gulli Gull staðráðinn í að ná Kópavogsslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fór meiddur af velli þegar Breiðablik tapaði 2-0 gegn KR í toppslag Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.

Gunnleifur þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins 11 mínútur, stuttu eftir að KR komst í 1-0.

Hann ætlar sér að vera með í næsta leik, í Kópavogsslag gegn HK.

„Við stöndum upp eftir svona. Bestu batakveðjur á Alex Frey. Ég kem svo sterkari í HK leikinn á sunnudag," skrifaði Gunnleifur á Twitter í kvöld.

Í viðtali eftir leikinn sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks: „Það er allavega jákvætt að hann vill spila næsta leik. Það er klárt."

Leikur Breiðabliks og HK er á Kópavogsvelli næstkomandi sunnudag.

Sjá einnig:
Twitter - Geggjað að sjá hvað fólk ber mikla virðingu fyrir Gulla
Athugasemdir
banner
banner
banner