Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. júlí 2019 13:11
Elvar Geir Magnússon
Njósnari í runna á æfingu enska landsliðsins
Njósnarinn.
Njósnarinn.
Mynd: Twitter
England og Bandaríkin mætast annað kvöld í undanúrslitum HM kvenna. Mótið fer fram í Frakklandi.

Öryggisverður fjarlægðu njósnara á æfingu liðsins í morgun. Enska liðið var að æfa þegar starfslið tóku eftir því að einstaklingur var í runna í hlíðinni við völlinn að fylgjast með.

Öryggisverðirnir fóru að njósnaranum sem lét sig hverfa í kjölfarið. Girðing kom í veg fyrir að öryggisverðirnir kæmust að njósnaranum.

Í gær mættu tveir úr teymi bandaríska liðsins á hótel enska landsliðsins en Phil Neville landsliðsþjálfari Englands var ekki sáttur með þá heimsókn. Hann grunaði að um njósnir hefðu verið að ræða.

Talsmaður bandaríska liðsins segir að starfsmennirnir hafi aðeins verið að skoða hótelið því mögulegt sé að bandaríska liðið muni dvelja á því ef það kemst í úrslitaleikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner