Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. júlí 2019 16:00
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvenær Finnur Orri verður klár á ný
Finnur meiddist gegn Víkingi 26. maí.
Finnur meiddist gegn Víkingi 26. maí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvenær miðjumaðurinn Finnur Orri Margeirsson getur snúið aftur í lið KR eftir meiðsli.

Finnur Orri meiddist 26. maí gegn Víkingi R. og hefur verið frá keppni síðan þá.

„Hann sneri sig illa á ökkla og það skaddaðist bein í ristinni þegar hann lenti í tæklingu í leik gegn Víkingi fyrr í sumar. Hann hefur ekki náð sér almennilega af því," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR við Fótbolta.net í dag.

„Hann er ennþá að berjast við að ná sér og það er skarð fyrir skildi í hópnum. Það gætu ennþá verið 2-3 vikur í hann og jafnvel meira."

Finnur Orri hafði byrjað alla sex leiki KR í Pepsi-Max deildinni áður en hann meiddist.

KR mætir Breiðabliki í toppslag í Pepsi-Max deildinni í kvöld en hér að neðan má sjá viðtal við Rúnar fyrir þann leik.
Rúnar Kristins: Skemmtilegt fyrir íslenskan fótbolta
Athugasemdir
banner
banner