Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 01. júlí 2019 13:29
Magnús Már Einarsson
Pedro Hipolito: ÍBV hefur verið í fjárhagsörðugleikum
Til í að starfa áfram á Íslandi
Pedro Hipólito.
Pedro Hipólito.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svona er fótboltinn. Félagið taldi að þetta væri besta ákvörðunin og ég samþykkti það," sagði Pedro Hipolito við Fótbolta.net í dag en ÍBV greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði verið leystur frá störfum sem þjálfari liðsins.

„Ég vil þakka öllum í Vestmannaeyjum fyrir að taka vel á móti mér og fjölskyldu minni og ég óska þess að ÍBV nái að halda sæti sínu Pepsi-deildinni."

Pedro tók við ÍBV af Kristjáni Guðmundssyni eftir síðasta tímabil en Portúgalinn hafði áður þjálfað Fram í eitt og hálft tímabil. ÍBV er í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig eftir tíu leiki.

„Það var mjög erfitt að undirbúa okkur fyrir þetta tímabil. Knattspyrnuráð hefur verið í fjárhagsörðugleikum síðan í janúar út af vandræðum sem sköpuðust á síðasta tímabili og það hefur haft áhrif á samninga við leikmenn."

„Við gátum ekki ekki samið við leikmenn án þess að fá hjálp frá styrktaraðilum og það varð til þess að við urðum að gera stutta samninga með lágum launum. Það er mjög erfitt að sannfæra gæðaleikmenn ofan af landi og erlenda leikmenn um að koma til Vestmannaeyja og spila fyrir ÍBV."

„Við náðum að semja við bestu leikmennina í desember en síðan í janúar höfum við einungis náð í Gilson (Correia) og það var undir mjög sérstökum kringumstæðum. Því miður hef ég ekki getað notið krafta nýja leikmenn eins og Gary Martin og Benjamin (Benjam­in Prah). Við erum með lítinn hóp og þegar einn eða tveir leikmenn eru fjarverandi þá skortir okkur lausnir."

„Ungu leikmennirnir hafa gæði og eru framtíð ÍBV en þeir eru ekki tilbúnir og með þroskann og leikskilninginn sem þarf í Pepsi-deildinni, en þeir voru oft að hjálpa liðinu. Þeir hafa bætt sig en þeir þurfa meiri tíma."

„Við höfum reynt að finna lausnir. Við höfum æft mjög vel til að reyna að leita að lausnum en hlutirnir gengu ekki upp."


Eftir tvö ár á Íslandi er Pedro spenntur fyrir því að starfa áfram hér á landi.

„Ég er tilbúinn í nýtt verkefni. Ég elska að æfa og vera innan vallar. Fótboltinn er lífið mitt. Ég elska íslenskan fótbolta og Ísland og ef að gott verkefni býðst þá tek ég það," sagði Pedro að lokum við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner