Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 01. júlí 2019 10:56
Elvar Geir Magnússon
Retró-still á nýrri treyju Arsenal
Mynd: Arsenal
Arsenal hefur opinberað aðalbúning sinn fyrir næsta tímabil. Arsenal er aftur komið í Adidas eftir 25 ára hlé.

Nýju treyjurnar minna á treyjur sem notaðar voru í árdaga ensku úrvalsdeildarinnar, eru með hvítu v-hálsmáli.

Hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar eru við treyjuna.

Arsenal hefur einnig opinberað markmannstreyjuna en Bernd Leno, sem er kominn í treyju númer 1, tekur sig vel út í henni eins og sjá má hér að neðan.

Arsenal hafnaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabili og tapaði fyrir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það verður því enginn Meistaradeildarbolti á Emirates næsta vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner