Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. júlí 2019 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Viðar Örn lék í tapi - Fjórir leikir án sigurs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson byrjaði frammi hjá Hammarby er liðið mætti Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn fór ekki að óskum fyrir Viðar Örn og félaga. Nasiru Mohammed kom Häcken yfir á 42. mínútu og stuttu síðar fékk Mads Fenger, varnarmaður Hammarby, að líta rauða spjaldið.

Häcken skoraði annað mark sitt í leiknum þegar rúmar 10 mínútur voru eftir og lokatölur 2-0. Viðar Örn lék allan leikinn.

Hammarby er í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 19 stig úr 13 leikjum. Þetta var annar tapleikur liðsins í röð og alls hefur liðið ekki unnið í síðustu fjórum leikjum.

Viðar er í láni hjá Hammarby frá rússneska félaginu Rostov. Hann var orðaður við Rubin Kazan á dögunum.
Athugasemdir
banner