Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. ágúst 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pirlo hafnaði úrvalsdeildinni - Vill gera eins og Zidane og Pep
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo er nýr þjálfari U23 liðs Juventus. Pirlo er goðsögn í knattspyrnuheiminum enda átti hann frábæran feril með AC Milan, Juventus og ítalska landsliðinu.

Hann er að taka við sínu fyrsta þjálfarastarfi eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Draumurinn er að taka við Juventus þegar færi gefst og fara þannig sömu leið inn í þjálfaraheiminn og menn á borð við Zinedine Zidane og Josep Guardiola.

„Ég vonast til að fara sömu vegferð og ég gerði sem knattspyrnumaður. Ég á eftir að uppgötva nýjan heim og get ekki beðið eftir að byrja. Ég hef mikinn áhuga á þjálfun, ég hef verið með marga þjálfara á ferlinum og lært eitthvað af þeim öllum," sagði Pirlo.

„Ég er með leikkerfi í huganum sem mig langar að nota. Ég vil að liðið mitt spili góðan fótbolta og reyni alltaf að sigra, sama hverjar aðstæðurnar eru.

„Allir vilja fara sömu leið og Zidane og Guardiola í þjálfun, en það er eitthvað sem maður verður að vinna sér inn. Ég var með önnur tilboð á borðinu, meðal annars úr ensku úrvalsdeildinni, en ákvað að það væri rétt að byrja þjálfaraferilinn hérna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner