mið 01. september 2021 19:28
Brynjar Ingi Erluson
Danski bikarinn: Öruggt hjá lærisveinum Freysa
Freysi og hans menn í Lyngby eru komnir í 32-liða úrslit
Freysi og hans menn í Lyngby eru komnir í 32-liða úrslit
Mynd: Lyngby
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby eru áfram í danska bikarnum eftir 5-1 sigur á Taarnby FF í kvöld. Aron Elís Þrándarson og Kristófer Ingi Kristinsson fara einnig í þriðju umferð keppninnar.

Frederik Gytkjær skoraði fjögur mörk í stórsigri Lyngby í kvöld en Sævar Atli Magnússon var ekki með liðinu þar sem hann spilar með U21 árs landsliði Íslands í undankeppni EM 2023.

Þá var Aron Elís Þrándarson í hægri bakverðinum hjá OB sem vann Roskilde, 2-1. Hann lék allan leikinn.

Kristófer Ingi Kristinsson kom þá inná í hálfleik er SönderjyskE vann Hillerod 5-0.

Íslendingaliðin eru því komin áfram í þriðju umferð eða 32-liða úrslit bikarsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner