Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. september 2021 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Erfiðleikar hjá Frökkum - Fjórir leikir án sigurs
Frakkar geta ekki unnið
Frakkar geta ekki unnið
Mynd: EPA
Franska landsliðið er að ganga í gegnum mikla erfiðleika þessa stundina en liðið hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum.

Franska liðið komst í úrslitaleik Evrópumótsins árið 2016 og vann síðan HM tveimur árum síðar en liðið datt út í 16-liða úrslitum EM í sumar.

Liðið hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum en það hefur gert fjögur jafntefli í röð.

Þetta hefur ekki gerst síðan árið 2013 þegar liðið vann ekki leik frá mars og fram í september.

Frakkland gerði 1-1 jafntefli við Bosníu og Herzegóvínu í kvöld þar sem Antoine Griezmann gerði eina mark Frakka. Jules Kounde var rekinn af velli fyrir tæklingu á Sead Kolasinac.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner