Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. september 2021 18:26
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
„Harma það að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga"
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir
Mynd: RÚV
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir harmar það að íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson saki hana um að ljúga í yfirlýsingu sinni sem hann birti fyrir skömmu. Þetta segir hún í samtali við fréttastofu Vísis.

Kolbeinn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu á skemmtistaðnum B5 árið 2017 en Þórhildur sagði í viðtali við fréttastofu RÚV að hann hefði beitt hana ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Það er margt undarlegt við yfirlýsingu Kolbeins.

„Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni," skrifaði Kolbeinn meðal annars í yfirlýsingunni en þessi orð hafa vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum.

Þórhildur ræddi við fréttastofu Vísis um yfirlýsingu Kolbeins og segist hún harma það að hann saki hana um að ljúga.

„Ég hef aldrei nafngreint manninn og steig ekki fram til að ráðast á hann persónulega. Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga. Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á," sagði Þórhildur í viðtalinu við fréttastofu Vísis.

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að Kolbeinn hafi styrkt Stígamót um þrjár milljónir króna en það var Þórhildur sem átti hugmyndina að því.

„Það var okkar hugmynd, þar sem ég sjálf hef verið mjög lengi á Stígamótum og kann að meta þeirra starf. Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur."

„Það pirrar mig að hann ætli að eigna sér þá greiðslu, þegar það var ekki hans hugmynd,"
sagði hún ennfremur í viðtalinu.

Sjá einnig:
Yfirlýsing frá Kolbeini: Ég harma mína hegðun og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi

Athugasemdir
banner
banner
banner