Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. september 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári Árna: Verða allir varir við það sem er í gangi
Icelandair
Létt stemning á æfingunni í dag.
Létt stemning á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Framundan er landsleikur gegn Rúmeníu á morgun en Kári er tæpur fyrir leikinn og óvíst hvort hann verði með.

Kári var spurður út í stemninguna í liðinu í kringum þessa mikilvægu leiki.

„Það verða allir varir við það sem er í gangi, það gerir þetta ekkert auðveldara að undirbúa okkur fyrir leik. Það er verk fyrir okkur sem þarf að vinna, mér finnst okkur hafa tekist mjög vel til að halda einbeitingu á það verkefni," sagði Kári.

Sjá einnig:
„Flott hjá Tólfunni ef þeir eru ánægðir með þetta"
Arnar Viðars: Stærsti stormur sem fótboltaþjóð hefur lent í"

Vonandi heldur góður stuðningur áfram
Kári var spurður út í sínar væntingar fyrir leikinn. „Ég ætla mér að vinna þennan leik, hvort ég spili eða ekki er ákvörðun þjálfarans. Við erum fullfærir um að vinna, við erum á heimavelli. Við vonumst eftir stuðningi frá fólki, við höfum fengið mjög góðan stuðning hér á heimavelli í gegnum tíðina og vonandi heldur það bara áfram."

„Þetta verður 50/50 leikur eins og í október á síðasta ári. Auðvitað er okkar lið reynsluminna lið [en í því verkefni] en þetta eru mjög sprækir strákar. Þetta er erfitt lið sem við erum að mæta. Ég vona að við verðum tilbúnir og ef við erum það þá eigum við í fullu tré við þá."


„Best að ég geri það ekki"
Kári var þá spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að banna Kolbeini Sigþórssyni að mæta í verkefnið. Stjórnin tók þá ákvörðun eftir að fréttir bárust af því að Kolbeinn hefði viðurkennt ofbeldisbrot árið 2017.

„Þetta er eldfimt mál, ég get ekki snert á þessu topici án þess að henda einhverjum undir lestina. Það er best að ég geri það ekki,“ sagði Kári.

Umræðan tekin þegar þar að kemur
Kári hefur komið inn á það að hann ætli að hætta eftir tímabilið með Víkingi. Eru þetta hans síðustu landsleikir eða ætlar hann að spila í október og nóvember?

„Vonandi förum við (Víkingar) í bikarúrslit, þá er ég ekki ennþá hættur. Við sjáum bara til, við verðum að taka þá umræðu þegar kemur að því,“ sagði Kári að lokum.
Athugasemdir
banner
banner