Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 01. september 2021 15:21
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Kristinn Jóns skoraði tvö nýlaus úr einangrun: Átti bara að vera til taks
Kristinn fagnar eftir að hafa skorað gegn Leikni.
Kristinn fagnar eftir að hafa skorað gegn Leikni.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Kristinn Jónsson kom inn af bekknum gegn Leikni og skoraði tvö mörk í 2-1 endurkomusigri á sunnudaginn. Kristinn veiktist af Covid-19 og undirbúningur hans fyrir leikinn var því ansi takmarkaður.

Í viðtali við Vísi segist hann hafa verið í hóp til að vera til taks og planið hefði verið að hann myndi ekki spila.

„Ég losnaði úr einangrun á miðnætti á föstudaginn og var búinn að vera lokaður inni í tíu daga. Ég var því ekkert búinn að hreyfa mig að neinu viti eða gera neitt í talsverðan tíma," segir Kristinn.

Hann var tíu daga í einangrun.

„Þetta er ekki skemmtilegt líf, eins og fólk kannast eflaust við þessa dagana, að vera lokaður inni hjá sér í sóttkví eða einangrun. Ég fékk beinverki og frekar ljótan hósta, og slappleika, í svona fjóra daga eða svo. Þetta var ekkert meira en það. Svona aðeins meira en venjuleg flensueinkenni. Ég var svo búinn að vera einkennalaus í fjóra daga áður en ég losnaði úr einangrun, en ekki búinn að hreyfa mig mikið nema með því að labba um íbúðina og eitthvað slíkt," segir Kristinn.

Sigur KR-inga var mikilvægur en þeir eiga enn möguleika á Evrópusæti fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner