Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. september 2021 16:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lúkas Logi fer á láni til Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var greint frá því að Lúkas Logi Heimisson væri farinn frá Fjölni til Empoli á Ítalíu.

Lúkas er 18 ára sóknarmaður sem spilaði 14 leiki með Fjölni í Lengjudeildinni í sumar. Hann var í vor hluti af U19 landsliðinu sem spilaði gegn Færeyjum.

Í dag greindi Fjölnir frá því á Twitter-reikningi félagsins að um lánssamning væri að ræða.

Lúkas er lánaður til eins árs og Empoli hefur að honum loknum rétt á að kaupa leikmanninn.

Empoli sigraði Serie B í vor og spilar í Serie A í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner