Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. september 2021 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Amanda og Ingibjörg í erfiðri stöðu gegn Diljá
Ingibjörg spilaði í hjarta varnarinnar hjá Vålerenga
Ingibjörg spilaði í hjarta varnarinnar hjá Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga tapaði fyrir BK Häcken, 3-1, í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og því ljóst að norska liðið er í erfiðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fer fram í Svíþjóð.

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Vålerenga og spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar en Amanda Andradóttir kom inná sem varamaður á 76. mínútu og átti skot í tréverkið skömmu síðar.

Diljá Ýr Zomers byrjaði á bekknum hjá Häcken en kom inn á sem varamaður 68. mínútu.

Síðari leikur liðanna fer fram á Hisingen-leikvanginum í Gautaborg eftir viku.

Svara Rós Guðmundsdóttir kom þá inná sem varamaður á 65. mínútu er franska liðið Bordeaux tapaði fyrir Wolfsburg, 3-2.

Seinni leikurinn fer fram á Stade Jean-Antoine Moueix leikvanginum í Bordeaux.
Athugasemdir
banner