Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. september 2021 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Breiðablik í mjög góðu færi
Breiðablik er í mjög góðum möguleika á því að komast í riðlakeppni.
Breiðablik er í mjög góðum möguleika á því að komast í riðlakeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ZNK Osijek 1 - 1 Breiðablik
0-1 Selma Sól Magnúsdóttir ('24 )
1-1 Merjema Medic ('31 )
Lestu um leikinn

Breiðablik gerði jafntefli við Osijek frá Króatíu í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar kvenna.

Selma Sól Magnúsdóttir kom Breiðabliki yfir eftir slæm mistök í vörn Osijek. Hún kláraði færi sitt frábærlega.

Heimakonur voru þó ekki lengi að svara. Þær skoruðu mjög einfalt mark sjö mínútum síðar. Það var Merjema Medic sem jafnaði metin fyrir króatíska liðið.

Breiðablik var sterkari aðilinn í leiknum en það vantaði alltaf upp á annað hvort síðustu sendingu eða síðustu snertingu þegar þær komu sér í hættulega stöðu.

„Þá er þessum fyrri leik liðanna lokið. Jafntefli niðurstaðan. Breiðablik átti bara að vinna þennan fótboltaleik enda mikið betra lið. Þær klára þetta einvígi á Kópavogsvelli og fara í riðlakeppnina; ég er handviss um það," skrifaði undirritaður í beinni textalýsingu frá leiknum.

Seinni leikurinn er í næstu viku. Sigurliðið þar kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik er í mjög góðu færi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner