Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. september 2021 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nóg af ís hjá landsliðinu næstu daga
Icelandair
Ísak Bergmann skipti um félag.
Ísak Bergmann skipti um félag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru þrír leikmenn úr íslenska landsliðshópnum sem færðu sig um set á gluggadeginum í gær.

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fór frá Arsenal til Leuven í Belgíu, Ísak Bergmann Jóhannesson fór til FC Kaupmannahafnar og Mikael Neville Anderson gekk í raðir AGF í Danmörku.

Fréttamaður Fótbolta.net spurði hvort það hefði einhver áhrif á undirbúning íslenska liðsins að leikmenn væru að skipta um félag í miðju verkefni.

„Það eina sem truflar er að þegar þeir skrifa undir hjá nýju félagi, að þá þurfa þeir að kaupa ís handa öllum. Það verður nóg af ís næstu dagana," sagði Arnar léttur.

„Það er frábært fyrir strákana að þeir séu að taka þessa skref á sínum ferli. Öll þessi félagaskipti, við getum verið stolt sem knattspyrnuþjóð að sjá okkar leikmenn taka svona skref."
Athugasemdir
banner
banner
banner