mið 01. september 2021 18:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúmenska þjálfaranum finnst íslenska liðið betra en það var í október
Icelandair
Radoi á Laugardalsvelli fyrir 11 mánuðum síðan.
Radoi á Laugardalsvelli fyrir 11 mánuðum síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af landsliðsæfingu rúmenska liðsins í október í fyrra.
Af landsliðsæfingu rúmenska liðsins í október í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúmenski landsliðsþjálfarinn, Mirel Rădoi, og leikmaður liðsins Razvan Marin, sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Rúmenska liðið mætir því íslenska á Laugardalsvelli á morgun.

„Þetta verður erfiður leikur annað kvöld þar sem bæði lið eru með kraftmikla leikmenn á miðjunni og fram á við. Ég held að bæði lið munu fá mörg tækifæri til að búa eitthvað til og ég held að sigurvegarinn á morgun verði það lið sem nær betra skipulagi varnarlega," sagði Rădoi.

Enginn einn lykilmaður - Mjög gott lið
Þjálfarinn var spurður hver, að hans mati, væri lykilleikmaður íslenska liðsins.

„Á síðasta ári var það [Gylfi Þór] Sigurðsson. Mér finnst liðið í dag betra en það sem við mættum fyrir ári síðan. Það segi ég þrátt fyrir að það eru margir ungir leikmenn í hópnum."

„Það er kominn nýr þjálfari sem var með U21 landsliðið. Liðið er með breytta leikaðferð og kerfið sem liðið spilar er öðruvísi en það var. Íslenska liðið mun reyna pressa manninn sem er með boltann, sama hvort það er fyrsta eða síðasta mínúta leiksins."

„Við erum lið sem viljum halda boltanum á jörðinni og við búumst við því að íslenska liðið pressi á okkur. Mér finnst íslenska liðið sterkt og ég get ekki nefnt einn leikmann sérstaklega, liðið er mjög gott,"
sagði Rădoi.

Vill sýna stöðugri frammistöðu en fyrir tæpu ári
Marin var spurður út í leikinn í október á síðasta ári þegar Ísland vann Rúmeníu á Laugardalsvelli í umspili fyrir EM2020. Hvað þurfið þið að gera betur á morgun en þið gerðuð þá?

„Það er erfitt að segja, við töpuðum hérna á síðasta ári og komum til að spila okkar leik. Við viljum spila betri leik en þá og reyna vinna leikinn. Mér finnst við þurfa að búa til fleiri færi en í leiknum fyrir ári síðan, sýna stöðugri frammistöðu í gegnum leikinn og vonandi munum við vinna," sagði Marin.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 og hér að neðan má sjá stöðuna í riðlinum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner