Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. september 2021 14:52
Elvar Geir Magnússon
Sá sem sendi Bravo í sturtu dæmir í Laugardalnum á morgun
Icelandair
Aleksei Kulbakov.
Aleksei Kulbakov.
Mynd: Getty Images
Dómari frá Hvíta-Rússlandi verður með flautuna á morgun þegar Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli í undankeppni HM.

Aleksei Kulbakov heitir hann og er 41 árs. Hann hefur dæmt reglulega í Evrópudeildinni og hefur einnig dæmt nokkra leiki í Meistaradeildinni.

Þar á meðal er eftirminnilegur leikur Manchester City og Atalanta 2019.

Ederson, markvörður City liðsins, fór af velli í hálfleik og þá kom varamarkvörðurinn Claudio Bravo í rammann. Kulbakov gaf Bravo svo rautt spjald þegar tíu mínútur voru eftir.

Bakvörðurinn Kyle Walker stóð í markinu síðustu tíu mínúturnar eða svo og hélt markinu hreinu. 1-1 enduðu leikar.

Það verður VAR myndbandsdómgæsla á Laugardalsvellinum á morgun. Rússinn Vitali Meshkov er VAR-dómari.
Athugasemdir
banner
banner
banner