Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. september 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Arthur búinn í læknisskoðun hjá Liverpool
Mynd: EPA

Brasilíski miðjumaðurinn Arthur er búinn í læknisskoðun hjá Liverpool samkvæmt Sky Sports.


Arthur er 26 ára og kemur á eins árs lánssamningi frá Juventus með kaupmöguleika.

Honum hefur ekki tekist að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Juventus en hann á þó 63 leiki að baki á tveimur árum hjá félaginu.

Arthur var hjá Barcelona í tvö ár áður en hann fór til Juve en þar áður var hann á mála hjá Gremio í heimalandinu.

Hann á 22 landsleiki fyrir Brasilíu og er fenginn til að hjálpa við að leysa gríðarleg meiðslavandræði á miðju Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner