Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. september 2022 17:08
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa hafnaði öðru tilboði frá Arsenal
Douglas Luiz á aðeins eitt ár eftir hjá Villa og getur yfirgefið félagið á frjálsri sölu næsta sumar.
Douglas Luiz á aðeins eitt ár eftir hjá Villa og getur yfirgefið félagið á frjálsri sölu næsta sumar.
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að Aston Villa hafi hafnað 23 milljón punda tilboði frá Arsenal í miðjumanninn Douglas Luiz.


Arsenal er búið að reyna að kaupa Luiz í dag og hefur Villa þegar hafnað tveimur tilboðum í leikmanninn.

Óljóst er hversu hátt Arsenal er reiðubúið til að fara en ólíklegt er að Villa geti leyft sér að missa miðjumann nokkrum klukkustundum fyrir gluggalok án þess að finna neinn til að fylla í skarðið.

Luiz er 24 ára miðjumaður með 9 landsleiki að baki fyrir Brasilíu. Hann er uppalinn hjá Manchester City en hefur verið fastamaður í byrjunarliði Aston Villa síðustu þrjú ár.

Miðjumaðurinn skoraði eina mark Aston Villa í 2-1 tapi gegn Arsenal um helgina. Markið gerði hann beint úr hornspyrnu þar sem Aaron Ramsdale gerði sjaldgæf mistök og náði ekki til boltans.


Athugasemdir
banner
banner