Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   fim 01. september 2022 19:44
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Andrúmsloftið í Krikanum hefur breyst
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það var alvöru dramatík í Kaplakrikanum í kvöld þegar FH vann endurkomusigur gegn KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Eftir að KA missti mann af velli með rautt gekk FH á lagið og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 KA

„Þetta var leikur sem bauð uppá allt, hann bauð uppá flotta kafla, lélega kafla, alvöru baráttu. Mikið um einvígi og spjöld. Bæði lið gáfu allt í þetta. Og dramatíkin.. svei mér þá. Ef Lenny gerir mér þetta aftur þarf ég að taka hann í gegn," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, brosandi eftir leikinn, og vitnar þar í vítaspyrnuna sem Steven Lennon klúðraði.

„KA er með leikmenn sem geta brotið leikinn upp úr engu og voru oft á tíðum nálægt því en við héldum haus. Davíð (Snær Jóhannsson) kemur inn í lokin og tryggir okkur þetta með yndislegu marki."

Eiður var líka ánægður með að sleppa við framlengingu en FH á fallbaráttuleiki gegn Leikni og ÍA framundan.

„Við fögnum þessum sigri í einn til tvo klukkutíma í kvöld og svo er það deildarkeppnin sem tekur aftur við. Þar bíða okkur líka úrslitaleikir. Við vitum að við erum að fara að mæta liðum sem eru í beinni samkeppni við okkur. Við þurfum að sjá til þess að við náum að halda þessari stemningu sem hefur verið hérna undanfarnar vikur."

„Það hefur eitthvað breyst hérna í Krikanum. Það er andi og allt fólkið er með okkur. Fólkið finnur fyrir því. Það er eitthvað skemmtilegt í loftinu hérna og að fara í úrslitaleikinn og gefa fólkinu þessa eftirvæntingu og stemningu í kringum leikinn. Það er yndisleg upplifun og vonandi verður hún enn betri á deginum sjálfum."

FH mun leika gegn Víkingi í úrslitaleiknum þann 1. október.
Athugasemdir
banner
banner