Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 01. september 2022 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki sama félag og fyrir tveimur árum síðan
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, var ómyrkur í máli eftir leik Leicester gegn Manchester United í kvöld.

Leicester tapaði leiknum 1-0 og er sem stendur á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir Leicester. Eigendurnir eru að reyna rétta fjárhagsstöðuna af og leikmannaglugginn - sem var að klárast - er í algjörum ruslflokki hjá Leicester. Þeir misstu klárlega meira en þeir styrktu sig.

„Ég hef ekki fengið þá hjálp á markaðnum sem ég þurfti á að halda," sagði Rodgers.

„Þetta er ekki sama félag og fyrir tveimur árum. Það er sannleikurinn. Við erum ekki búnir að fá nýja leikmenn inn, fyrir utan einn sem kom mjög seint og hann kom í staðinn fyrir annan leikmann sem fór."

Það verður áhugavert að sjá hvernig málin þróast hjá Leicester. Það var rætt um það í hlaðvarpinu Enski boltinn á dögunum að Rodgers væri líklegur til að segja starfi sínu lausu út af því hvernig sumarglugginn spilaðist. Leicester er á botni deildarinnar og þarf að rífa sig í gang.


Enski boltinn - Salah pirrar marga, Nallarar missa sig og óvænt verkefni
Athugasemdir
banner
banner
banner