Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 01. september 2022 14:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Ingi riftir hjá SönderjyskE
Mynd: Getty Images
SönderjyskE hefur komist að samkomulagi við Kristófer Inga Kristinsson að samningi hans við félagið verði rift. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum í morgun.

Kristófer var í leikmannahópi liðsins gegn Kolding á þriðjudag og var það hans síðasti leikur sem leikmaður félagsins. Kristófer var í byrjunarliðinu og spilaði 64 mínújtur í 0-2 sigri Kolding.

Í tilkynningu SönderjyskE segir að Kristófer sé í leit að fleiri mínútum á vellinum og hafi félagið samþykkt að hann geti fundið sér nýtt lið.

„Við þökkum Kristófer Kristinssyni fyrir hans framlag í SönderjyskE og óskum honum alls hins besta í framtínni," segir Esben Hansen sem er yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.

Kristófer lék 28 leiki með SönderjyskE og skoraði fjögur mörk - öll í bikarnum. Hans verður sérsaklega minnst hjá félaginu fyrir mörkin í framlengingunni gegn AGF á síðasta tímabili.

Kristófer, sem er 23 ára, er uppalinn í Stjörnunni en hefur leikið erlendis frá árinu 2016. Fyrst var hann hjá Willem II í þrjú ár, svo hjá Grenoble í ár en seinna tímabilið var hann hjá Jong PSV og svo gekk hann í raðir SönderjyskE fyrir ári síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner