Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 07:30
Elvar Geir Magnússon
Neymar orðaður við Chelsea - Dest til AC Milan
Slúðurpakkinn á Gluggadegi
Powerade
Mynd: Fótbolti.net
Neymar er meðal þeirra sem orðaðir eru við Chelsea.
Neymar er meðal þeirra sem orðaðir eru við Chelsea.
Mynd: EPA
Mun Tielemans yfirgefa Leicester í dag?
Mun Tielemans yfirgefa Leicester í dag?
Mynd: Getty Images
Josko Gvardiol.
Josko Gvardiol.
Mynd: EPA
Kasper Dolberg.
Kasper Dolberg.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan gluggadag! Fótbolti.net fylgist grannt með öllu sem gerist alveg þar til klukkan verður 22 í kvöld og glugganum lokað. Neymar, Leao, Alvarez, Gvardiol, Mudryk, Tielemans, Gakpo og fleiri í slúðurpakkanum með morgunkaffinu.

Chelsea hefur boðist tækifæri til að kaupa Neymar (30) þar sem Paris St-Germain er tilbúið að losa brasilíska framherjann til að forðast hættu á að standast ekki fjárhagsreglur UEFA. (Mail)

Chelsea hefur áhuga á að fá Neymar en PSG tók skyndilega U-beygju og neitar núna að selja hann. (Times)

Chelsea hefur gert nýtt tilboð í gabonska sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang (33) en spænski varnarmaðurinn Marcos Alonso (31) er hluti af tilboðinu. (Mail)

Rafael Leao (23), framherji AC Milan, og Arsen Zakharyan (19), miðjumaður Dynamo Moskvu, hafa verið orðaðir við Chelsea. Rússinn Zakharyan myndi kosta 12,6 milljónir punda en 126 milljóna punda verðmiði á Portúgalanum Leao hindrar möguleika á að fá hann. (Times)

Sergino Dest, bakvörður Barcelona, mun ganga í raðir AC Milan á lánssamningi. Ítalska félagið fær tækifæri á að kaupa bandaríska landsliðsmanninn á 20 milljónir evra. Dest var orðaður við Manchester United. (Fabrizio Romano)

Brentford vonast til þess að ræna áætlunum Arsenal um að fá Mykhaylo Mudryk (21) frá Shaktar Donetsk en þarf að slá félagsmet með því að kaupa úkraínska sóknarmanninn. (Mirror)

Arsenal hefur gert 20 milljóna punda tilboð í miðjumanninn Danilo (21) hjá Palmeiras sem vill hærri upphæð fyrir Brasilíumanninn. (Goal Brazil)

Newcastle United hefur blandað sér í baráttuna um Youri Tielemans (25), belgíska miðjumanninn hjá Leicester. (Mail)

Arsenal hefur verið með Tielemans á blaði í sumarglugganum en annað ónefnt félag er tilbúið að ganga að 30 milljóna punda verðmiða hans. (Express)

Edson Alvarez (24), miðjumaður Ajax, vill þrýsta í gegn skiptum til Chelsea. Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur gert 50 milljóna punda tilboð í mexíkóska landsliðsmanninn. (De Telegraaf)

Chelsea hefur boðið 43 milljónir punda í Alvarez en Chelsea vill framherja og miðjumann áður en glugganum verður lokað í kvöld. (Sky Sports)

Brighton mun í dag gera nýtt tilboð í skoska miðjumanninn Billy Gilmour (21) hjá Chelsea. (Fabrizio Romano)

Chelsea nálgast 77,7 milljóna punda kaup á króatíska varnarmanninum Josko Gvardiol (20) en er tilbúið að láta hann vera áfram hjá RB Leipzig út þetta tímabil. (Telegraph)

Leeds United undirbýr tilboð í írska varnarmanninn John Egan (29) hjá Sheffield United. En velski vængmaðurinn Dan James (24) gæti farið frá Leeds til Tottenham. (Express)

Southampton er tilbúið að hækka tilboð sitt í hollenska vængmanninn Cody Gakpo (23) eftir að PSV Eindhoven hafnaði 21,4 milljóna punda tilboði. (Telegraph)

PSV Eindhoven hefur samþykkt 34 mlljóna punda tilboð Southampton í Gakpo. Hann verður dýrasti leikmaður Dýrlinganna frá upphafi ef kaupin ganga í gegn. (Times)

Fenerbahce hefur blandað sér í baráttuna um Mauro Icardi (29), framherja Paris St-Germain. Argentínumaðurinn er einnig á óskalista Galatasaray. (L'Equipe)

Kasper Dolberg (24), sóknarmaður Nice og danska landsliðsins, er á Spáni til að klára lánssamning til Sevilla. (AS)

James Rodriguez (31), fyrrum sóknarmaður Everton, hefur áhuga á að spila fyrir Sevilla í La Liga. Kólumbíumaðurinn er núna hjá Al-Rayyan í Katar. (El Chiringuito)

Senegalski varnarmaðurinn Abdou Diallo (26) hjá Paris St-Germain, sem hefur verið orðaður við Aston Villa, mun fljúga til Þýskalands á fimmtudag og fara í læknisskoðun hjá RB Leipzig. (Fabrizio Romano)

Birmingham City er í viðræðum við Manchester United um að fá hollenska miðjumanninn Tahith Chong (22) lánaðan. (Star)

Tilraun Birmingham til að fá nígeríska framherjann Josh Maja (23) frá Bordeaux misheppnaðist þar sem leikmaðurinn ákvað að vera áfram hjá franska B-deildarliðinu. (Get French Football News)
Athugasemdir
banner
banner