Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. október 2017 20:31
Ívan Guðjón Baldursson
Elmar spilaði í 90 mínútur - Fer í sprautu á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Theodór Elmar Bjarnason var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir tvo af mikilvægustu leikjum í sögu knattspyrnusögu landsins.

Elmar átti að vera í hópnum en var ekki valinn vegna þess að hann þarf að fara í sprautu á morgun, mánudag.

Hann spilaði 90 mínútur í 3-1 sigri Elazigspor gegn Rizespor í tyrknesku B-deildinni í dag.

Ísland heimsækir Tyrkland og tekur á móti Kósóvó í síðustu leikjum undankeppni HM.

Tveir sigrar geta komið Íslandi í fyrsta sinn á lokamót HM, en ljóst er að Elmar hefði getað leyst mikilvægt hlutverk af hólmi.

Elmar skoraði í fyrri leiknum gegn Tyrkjum og er afar fjölhæfur leikmaður sem hefur staðið sig vel með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner