Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. október 2017 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Roma vann AC Milan á San Siro
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Milan 0 - 2 Roma
0-1 Edin Dzeko ('72 )
0-2 Alessandro Florenzi ('77 )
Rautt spjald: Hakan Calhanoglu, Milan ('80)

AC Milan og Roma mættust í stórleik í ítalska boltanum í dag.

Leikurinn var sýndur beint á SportTV, en þar er ítalski boltinn sýndur í beinni útsendingu á þessu tímabili.

Roma hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir þennan leik og þeir vildu ekki að sigurgangan myndi stoppa á San Siro í þessum leik. Staðan var markalaus í hálfleik, en mörkin komu með stuttu millibili í seinni hálfleiknum. Edin Dzeko skoraði fyrst á 72. mínútu og á 77. mínútu skoraði Alessandro Florenzi annað mark, 2-0.

Þannig endaði leikurinn og Roma er núna með 15 stig í fimmta sæti. AC Milan er með 12 stig í sjötta sæti, en talað hefur verið um að pressa sé komin á stjóra Milan, Vincenzo Montella.
Athugasemdir
banner