Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 01. október 2017 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Englandsmeistararnir yfirspilaðir á heimavelli
Mynd: Getty Images
Manchester City lagði Chelsea að velli með einu marki gegn engu á Stamford Bridge í gær.

Frank Lampard og Steven Gerrard starfa sem knattspyrnusérfræðingar eftir frábæra ferla með Chelsea, Liverpool og enska landsliðinu.

„Þeir voru yfirspilaðir og áttu aldrei möguleika gegn spræku liði Man City," sagði Lampard á BT Sport.

„Chelsea voru of seinir að pressa leikmenn og eltu boltann of mikið. Englandsmeistararnir voru yfirspilaðir á heimavelli."

Gerrard er sammála Lampard og finnst honum að þeir bláklæddu hafi sýnt gestunum of mikla virðingu.

„Chelsea sýndi þeim of mikla virðingu, þeir reyndu aldrei að pressa almennilega og svo klikkaði Conte á skiptingunum," sagði Gerrard.

„Eftir frábæra frammistöðu í miðri viku tókst þeim ekki að ná sömu hæðum gegn Man City."
Athugasemdir
banner
banner
banner