Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. október 2017 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Pique gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Spán
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, gæti verið búinn að leika sinn síðasta landsleik fyrir Spán.

Mikil átök eru í gangi á Spáni á milli spænskrar lögreglu og Katalóna sem vilja sjálfstæði frá Spánverjum.

„Fólkið sem kom til að kjósa í dag sýndi ekki ofbeldisfulla hegðun og lögreglan brást við af óafsakanlegri hörku," sagði Pique með tárin í augunum eftir að hafa séð myndbönd og frétt að hundruðir ef ekki þúsundir samborgara hans séu særðir.

Börsungar unnu Las Palmas 3-0 í dag og spiluðu fyrir luktum dyrum vegna kosninganna.

„Það var mjög erfitt að spila án stuðningsmanna og sérstaklega meðan allt er að gerast í Katalóníu. Þetta var versta reynsla mín sem atvinnumaður í knattspyrnu."

Harka lögreglumanna hefur vakið mikla reiði um allan heim, þar sem sést á myndböndum hvernig þjónar almenningsins sparka í liggjandi fólk, henda því niður stiga og lemja slökkviliðsmenn með kylfum.

„Ég hugsa að ég geti ekki haldið áfram að spila fyrir spænska landsliðið meðan hér ríkir ekki lýðræði."
Athugasemdir
banner
banner