Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. október 2020 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Tottenham skoraði sjö - Sporting tapaði á heimavelli
Mynd: Getty Images
LASK Linz og Tottenham eru komin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir frábæra sigra í kvöld.

Tottenham skoraði sjö mörk gegn Maccabi Haifa og var staðan 4-1 í hálfleik. Giovani Lo Celso setti tvennu í fyrri hálfleik og var skipt út fyrir Dele Alli í leikhlé, sem skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Harry Kane skoraði þrennu í leiknum og komst Lucas Moura einnig á blað í 7-2 sigri.

Tottenham 7 - 2 Maccabi Haifa
1-0 Harry Kane ('2 )
1-1 Tjarron Chery ('17 )
2-1 Lucas Moura ('21 )
3-1 Giovani Lo Celso ('37 )
4-1 Giovani Lo Celso ('40 )
4-2 Nikita Rukavytsya ('51 , víti)
5-2 Harry Kane ('55 , víti)
6-2 Harry Kane ('74 )
7-2 Dele Alli ('90 , víti)

Sporting CP tapaði þá óvænt gegn LASK Linz frá Austurríki er liðin mættust í Lissabon.

Gestirnir voru hættulegri í fyrri hálfleik og tóku forystuna en Tiago Tomas jafnaði skömmu fyrir leikhlé.

Marko Raguz kom LASK aftur yfir í síðari hálfleik og fékk Sebastian Coates beint rautt spjald fyrir að brjóta af sér sem aftasti maður skömmu síðar.

LASK gerði útaf við leikinn með tveimur mörkum í kjölfarið og tryggði sér þar með þátttöku í riðlakeppninni.

Rio Ave er enn að spila síðasta leik kvöldsins gegn AC Milan þar sem þurfti að framlengja.
Rio Ave er með 2-1 forystu þegar rétt rúmar tíu mínútur eru eftir.

Sporting 1 - 4 LASK Linz
0-1 Gernot Trauner ('14 )
1-1 Tiago Tomas ('42 )
1-2 Marko Raguz ('58 )
1-3 Peter Michorl ('65 )
1-4 Andreas Gruber ('69 )
Rautt spjald: Sebastian Coates, Sporting (Portugal) ('63)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner