Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. október 2021 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Gunnlaugs: Snýst um að hafa hungur til að viðhalda
Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans urðu Íslandsmeistarar síðustu helgi
Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans urðu Íslandsmeistarar síðustu helgi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Haukur Gunnarsson
Víkingur R. mætir Vestra á Meistaravöllum klukkan 14:30 í undanúrslitum Mjólkurbikarsins en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fór yfir möguleika liðsins og að ná áfanga sem hann náði ekki sjálfur sem leikmaður.

Víkingur varð Íslandsmeistari á dögunum og er í dag ríkjandi bikarmeistari. Liðið vann bikarinn árið 2019 en mótið var flautað af á síðasta ári vegna kórónuveirunnar.

Núna eru Víkingar í undanúrslitum og eiga möguleika á því að vinna tvöfalt.

„Hún er mjög góð. Það er svakalega sterkt að vera komnir í undanúrslit og mikil rómantík í bikarnum þetta árið. Okkur var farið að hlakka til að fara vestur og kljást þar en vallaraðstæður buðu ekki upp á það," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Við eigum, eins og allir vita, mjög góðar minningar frá vesturbænum fyrir tveimur vikum síðan. Við erum mjög ánægðir að spila þar, erfiður leikur og þeir eru með mjög flott lið og ég held að taflan segi ekki rétta sögu um styrkleika Vestra. Þeir eru með mjög góða leikmenn og góða útlendinga, þannig ég á von á mjög erfiðum leik."

Erfiðast að viðhalda hungrinu

Arnar átti glæstan feril sem knattspyrnumaður hér á landi þar sem hann spilaði með uppeldisfélagi sínu, ÍA, áður en hann lék fyrir KR, FH, Val, Hauka og Fram. Aldrei tókst honum að vinna tvöfalt og nagar hann sig í handarbökin yfir því.

„Menn voru smá ryðgaðir á þriðjudaginn en frábærir á miðvikudag og í gærdag. Ég fann gamla góða neistann sem var í aðdraganda leiksins á móti Leikni. Að vinna tvöfalt er stór gulrót og ekki mörgum liðum í íslenskri knattspyrnusögu tekist það. Mér tókst það ekki sem leikmaður og naga mig alltaf í handarbökin yfir því."

„Ég vil að menn mæti með fókus og verði ekki með neina eftirsjá í leiknum ef eitthvað skildi klikka og leggja sig fram í verkefnið eins og við erum búnir að gera í allt sumar."

„Við unnum bikarinn 2019 og núna Íslandsmeistararar og erum búnir að sanna það að við getum höndlað mjög erfiðar aðstæður. Núna snýst þetta um það að hafa hungur til að viðhalda. Eins og einn góður þjálfari benti á um daginn að það er mjög erfitt að viðhalda árangri og sýna leiknum þá auðmýkt að mæta til leiks í þessa leiki og klára hluti.

„Það er mannlegt eðli að gefa eftir en við reynum að sparka þá í gang og ég held að það þurfi ekkert mikið. Ég skynja það að hópurinn er vel tilbúinn á að reyna að vinna tvöfalt,"
sagði hann í lokin.
„Hann hefur allt til brunns að bera til að vera toppleikmaður fyrir okkur"
Athugasemdir
banner
banner
banner