fös 01. október 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Aukaþingið fer fram á morgun - Yfir helmingur þarf að mæta
Vanda verður formaður.
Vanda verður formaður.
Mynd: KSÍ
Aukaþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica í Reykjavík á morgun laugardaginn 2. október. Þingið verður sett kl. 11:00 og er búist við því að það taki um klukkutíma.

Yfir helmingur þingfulltrúa þurfa að vera mættir á þingið svo atkvæðagreiðsla teljist gild. Þetta á við jafnvel þó stjórnin sé sjálfkjörin.

Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í formannsframboði og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku hjá aðildarsambandi UEFA.

Eftirtaldir hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða:
Vanda Sigurgeirsdóttir Reykjavík

Eftirtaldir hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða:
Ásgrímur Helgi Einarsson Reykjavík
Borghildur Sigurðardóttir Kópavogi
Guðlaug Helga Sigurðardóttir Suðurnesjabæ
Helga Helgadóttir Hafnarfirði
Ingi Sigurðsson Vestmannaeyjum
Sigfús Kárason Reykjavík
Unnar Stefán Sigurðsson Reykjanesbæ
Valgeir Sigurðsson Garðabæ

Eftirtaldir hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða:
Kolbeinn Kristinsson Reykjavík
Margrét Ákadóttir Akranesi
Þóroddur Hjaltalín Akureyri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner