Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. október 2021 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Balague: Bara tímaspursmál hvenær Koeman verður rekinn
Mynd: Getty Images
Það hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Barcelona undir stjórn Ronald Koeman á þessari leiktíð.

Liðið tapaði illa gegn Benfica í Meistaradeildinni í vikunni en lokatölur voru 3-0.

Koeman fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins í markalausu jafntefli gegn Cadiz í síðustu viku og hann verður því ekki á hliðarlínunni um helgina á stórleik Atletico Madrid og Barcelona.

Það gæti orðið svo að Koemann verði rekinn áður en leikurinn fer fram um helgina. Spænski fjölmiðlamaðurinn Guillem Balague segir það bara tímaspursmál hvenær Koeman verði rekinn frá félaginu.

„Það er bara tímaspursmál hvenær við heyrum af því að Koemann hafi verið rekinn," segir Balague.

„Það var fundur hjá stjórnarmönnum Barcelona þegar þeir lentu á Spáni frá Lissabon. Þeir fóru á æfingasvæðið sem er stutt frá flugvelinum og settu saman áætlun. Það er nauðsynlegt, ekki bara að losna við Koeman heldur að setja upp áætlun."
Athugasemdir
banner
banner
banner