Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 01. október 2021 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blikar búnar að jafna Val í titlafjölda
Alvöru lið!
Alvöru lið!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik varð í kvöld bikarmeistari kvenna í þrettánda sinn í sögu félagsins.

Karitas Tómasdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu og hún gerði einnig það síðasta á 82. mínútu leiksins. Í millitíðinni gerðu Tiffany McCarty og Hildur Antonsdóttir mörk.

Lokatölur voru 4-0 fyrir Breiðablik sem er líkt og fyrr segir meistari í þrettánda sinn. Blika jafna þar með Val þegar kemur að fjölda bikarmeistaratitla.

Valur (13)
Breiðablik (13)
ÍA (4)
KR (4)
Stjarnan (3)
ÍBV (2)
Selfoss (1)

Valur og Breiðablik hafa verið að berjast um titla síðustu ár og þetta vonandi kryddar þá baráttu meira.

Tímabilið er ekki búið hjá Blikum, þær eru á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hún hefst í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner