Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 01. október 2021 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Sonný Lára á skýrslu
Sonný Lára lagði hanskana á hillu fyrir tímabilið.
Sonný Lára lagði hanskana á hillu fyrir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Linda Líf er ekki með Þrótti.
Linda Líf er ekki með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður flautað til leiks eftir tæpan klukkutíma í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Breiðablik og Þróttur eigast við á Laugardalsvellinum.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Þetta eru liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Það kemur ekkert á óvart í vali á byrjunarliði hjá Blikum. Það sem vekur athygli er að Sonny Lára Þráinsdóttir er á bekknum. Markvörðurinn lagði hanskana á hilluna fyrir tímabilið en hún er á skýrslu í dag.

Hjá Þrótti er Linda Líf Boama ekki með, og er það skarð fyrir skildi. Lið Þróttar er samt mjög sterkt eins og sjá má hér að neðan.

Byrjunarlið Breiðabliks:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Taylor Marie Ziemer
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Tiffany Janea Mc Carty
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Byrjunarlið Þróttar:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
10. Katherine Amanda Cousins
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
21. Dani Rhodes
22. Sóley María Steinarsdóttir
23. Lorena Yvonne Baumann
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
44. Shea Moyer
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner