banner
   fös 01. október 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Donny vill fara frá United - Klopp vill fá Diaby
Powerade
Donny van de Beek
Donny van de Beek
Mynd: EPA
Ronald Koeman
Ronald Koeman
Mynd: Getty Images
Slúðrið þennan föstudaginn, líkt og aðra daga, er í boði Powerade og tekið saman af BBC.



Real Madrid gæti endurvakið áhuga sinn á Edinson Cavani (34) í janúar. (El Nacional)

Kalvin Phillips (25) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Leeds. (Telegraph)

Donny van de Beek (24) vill fara frá Manchester United þar sem hann fær lítið að spila. (Mail)

Chelsea er enn að ræða við umboðsmenn Antonio Rudiger (28) um nýjan saming. (Fabrizio Romano)

Timo Werner (25) mun endurmeta stöðu sína hjá Chelsea ef hann nær ekki að vinna sér sæti í liðinu hjá Thomas Tuchel. Werner gæti snúið aftur til Þýskalands næsta sumar. (Telegraph)

Barcelona mun ekki reka Ronald Koeman fyrir leik liðsins gegn Atletico Madrid á morgun. (Sport)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er á lista hjá Barcelona sem mögulegur arftaki Koeman. (El Nacional)

Andrea Pirlo og Marcelo Gallardo, stjóri River Plate, eru sagðir opnir fyrir því að taka við á Nou Camp. (Express)

Arsenal skoðar að kaupa nýjan markmann þar sem Bernd Leno (29) gæti farið í janúar. (Metro)

AC Milan hefur verið boðið að fá Alexandre Lacazette (30) sem verður samningslaus næsta sumar. (Calciomercato)

Eddie Nketiah (22) vill yfirgefa Arsenal. Leeds, Aston Villa og Brentford fylgjast öll með honum. (Ekrem Konur)

West Ham gæti fengið annað tækifæri til að krækja í Luca Pellegrini (22) sem fær lítið að spila með Juventus. (Calciomercato)

Adama Traore (25) er nálægt því að framlengja við Wolves. (Mail)

Jurgen Klopp vill fá Moussa Diaby (22) vængmann Bayer Leverkusen. (Calciomercato)

Steve Bruce á að hafa sagt vinum sínum að hann sé að íhuga að hætta sem stjóri Newcastle eftir erfiða byrjun á tímabilinu. (Football Insider)

PSG vildi fá Jordan Henderson (31) áður en félagið fékk svo Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar. (Here We Go hlaðvarpið)

Barcelona fylgist með Williot Swedberg (17) sem einnig er undir smásjá Liverpool og AC Milan. (Fichajes)
Athugasemdir
banner
banner
banner