Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 01. október 2021 10:39
Elvar Geir Magnússon
Dusan áfram með KA á næsta ári
Dusan Brkovic er öflugur miðvörður.
Dusan Brkovic er öflugur miðvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dusan Brkovic mun spila áfram með KA á næsta ári en þessi 32 ára serbneski miðvörður var verulega öflugur með Akureyrarliðinu.

Hann hefur nú gert nýjan samning við Akureyrarliðið.

Dusan lék 20 leiki í deild og bikar í sumar og gerði í þeim eitt mark en KA liðið fékk næstfæst mörk á sig í Pepsi Max deildinni í sumar og þar munaði heldur betur um framlag Dusans.

Þessi reynslumikli kappi á yfir 150 leiki í Ungverjalandi og varð meðal annars ungverskur meistari árið 2014. Þá á Dusan um 70 leiki í efstu deild í Serbíu en á síðustu leiktíð lék hann 25 leiki og skoraði í þeim 3 mörk fyrir Diósgyöri VTK í Ungverjalandi.

„Það eru ákaflega jákvæðar fréttir að halda Dusan áfram innan okkar herbúða og væntum við áfram mikils af honum á næsta tímabili þar sem KA liðið stefnir á enn stærri hluti," segir á heimasíðu KA.

Dusan var á bekknum í liði ársins í Pepsi Max-deildinni, KA var í Evrópubaráttu á tímabilinu en náði að lokum ekki Evrópusæti.

Dusan verður ekki með í fyrstu leikjum næsta tímabils en hann mun byrja í þriggja leikja banni.
Athugasemdir
banner
banner