fös 01. október 2021 14:04
Brynjar Ingi Erluson
„Ekki staða sem þú vilt vera í þegar þú ert að spila fyrir hönd þjóðarinnar"
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta landsleik
Kári hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta landsleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður Víkings, fór yfir landsliðið og bikarúrslitaleikinn er hann ræddi við Fótbolta.net í Víkinni í dag en hann segir ávörðunina með landsliðið óumflýjanlega.

Varnarmaðurinn öflugi var ekki í íslenska landsliðshópnum sem var tilkynntur í gær og hefur hann að öllum líkindum spilaði sinn síðasta landsleik.

Kári hefur þegar gefið það út að hann hætti eftir tímabilið og taki við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Víkingum.

Hann á þó fyrst undanúrslitaleik gegn Vestra eftir, sem fer fram á morgun á Meistaravöllum, en hann vonast til að vera heill eftir það einvígi til að eiga möguleika á að spila í úrslitaleiknum sjálfum.

„Þetta er góð tilfinning og ákveðinn léttir að hafa landað stóra titlinum en engu að síður ætlum við okkur áframhaldandi þátttöku í bikarnum og það kemur ekkert annað til greina en sigur hjá okkur," sagði Kári.

„Það er léttir að vera laus við Íslandsmótið og vera búnir að klára það en það þarf fullan fókus á að klára þennan leik."

„Nei, við fengum tveggja daga frí. Það er vika á milli leikja og við erum búnir að æfa vel í vikunni og gera okkur klára í komandi átök."


„Það er leiðinlegt að hafa misst af síðasta bikarúrslitaleik. Það var landsliðsverkefni þar sem ég tognaði í læri og gat ekki spilað en nú er ég ekki í landsliðinu þannig ég ætti að vera heill nema eitthvað gerist á laugardaginn. Við teiknum þetta upp sem átta úrslitaleikir, síðustu leikir í deild og ég spilaði sjö af þeim og kláruðum áttunda mjög þægilega."

Sextán ára landsliðsferli að ljúka

Kári spilaði með landsliðinu í sextán ár og var alger lykill í hjarta varnarinnar er liðið komst á Evrópu- og heimsmeistaramótið, en þetta er þó óumflýjanleg ákvörðun að kalla þetta gott.

„Já, auðvitað er hún það. Þetta er 'end of an era' hjá mér að segja skilið við landsliðið. Það er óumflýjanlegt. Ég er að hætta í fótbolta og þó ég myndi vilja halda áfram að spila fyrir landsliðið að þá er ég á síðustu metrunum. Síðustu ferð gat ég varla æft með liðinu, held ég hafi æft eina æfingu og var svo bara í sjúkraherberginu og það er ekki staða sem þú vilt vera í þegar þú ert að spila fyrir hönd þjóðarinnar."

Mikið hefur gengið á í kringum landsliðið að undanförnu þar sem bæði formaður og stjórn ákváðu að víkja eftir að greint frá þöggun sambandsins á kynferðisbrotum landsliðsmanna. Þetta eru mál sem leysast ekki í fjölmiðlum að hans sögn.

„Auðvitað eru þetta leiðinleg mál en þetta er staðan í þjóðfélaginu í dag. Þetta verður ekkert leyst í fjölmiðlum þetta mál, það þarf að leysa það á bakvið tjöldin," sagði hann í lokin.
Kári Árna um Kyle: Vonandi kemst hann út í atvinnumennsku
Athugasemdir
banner
banner
banner