Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. október 2021 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elías fékk á sig þrjú mörk en var samt valinn maður leiksins
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson hefur farið á kostum með Midtjylland upp á síðkastið.

Hann hefur verið að fá tækifæri með danska félaginu og gripið það með báðum. Jonas Lössl, sem lék áður í ensku úrvalsdeildinni með Huddersfield, hefur verið fjarverandi og núna er það óvíst hvort Lössl fái sætið sitt til baka.

Frammistaða Elíasar hefur skilað honum í A-landslið Íslands. Dagurinn í gær var mjög góður fyrir hann; hann var valinn í A-landsliðið og svo varði hann vítaspyrnu í tapi gegn Braga í Evrópudeildinni.

Elías, sem er 21 árs gamall, þurfti að taka boltann þrisvar úr marki sínu - í 3-1 tapi - en var samt maður leiksins að mati staðarblaðsins Herning Folkeblad.

„Það er svo sannarlega ekki hægt að kenna honum um mörkin þrjú," segir í einkunnagjöfinni sem má lesa hérna.

Þess má geta að Midtjylland er á toppnum í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner