Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 01. október 2021 12:57
Brynjar Ingi Erluson
„Hann hefur allt til brunns að bera til að vera toppleikmaður fyrir okkur"
Arnar Gunnlaugsson er ánægður með nýja varnarmanninn
Arnar Gunnlaugsson er ánægður með nýja varnarmanninn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle McLagan er nýr leikmaður Víkings
Kyle McLagan er nýr leikmaður Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Fótbolta.net í dag um félagaskipti Kyle McLagan frá Fram en hann telur að hann eigi eftir að vera toppleikmaður fyrir klúbbinn.

McLagan skrifaði undir tveggja ára samning við Víking og kemur hann á frjálsri sölu frá Fram.

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen hætta eftir tímabilið og var því þörf á styrkingu í vörnina.

„Mjög vel. Hann hefur allt til brunns að bera til að vera toppleikmaður fyrir okkur. Hann er klár á bolta, sterkur skallamaður þrátt fyrir að vera ekki sá hávaxnasti og hefur líka potential til að vera enn betri og svaka íþróttamannsskrokkur á honum sem skiptir mjög miklu máli," sagði Arnar um McLagan.

Fram vildi eðlilega halda McLagan, enda mikilvægur partur af liðinu sem slátraði Lengjudeildinni og tryggði sig upp í deild þeirra bestu. Nokkur lið voru á eftir varnarmanninum.

„Já, það voru einhver lið á eftir honum og augljóslega vildu Framarar reyna að halda honum líka. Svo voru líka lið erlendis að skoða hann en við vorum búnir að reyna lengi og mjög ánægðir að fá jákvæðar fréttir svona daginn fyrir stórleik."

„Við erum gríðarlega ánægðir með það og getum farið inn í veturinn aðeins rólegri. Við þurfum líka að styrkja okkur enn frekar í varnarleiknum fyrst að tveir meistarar eru hættir."


Kyle nefndi það í viðtali í dag að Kári hefði hringt í hann og sannfært hann um að koma. Arnar telur að Kári geti hjálpað honum mikið.

„Ef ég væri ungur varnarmaður og yfirmaður knattspyrnumála væri besti hafsent fyrr og síðar á Íslandi, þá myndi það auðvelda mér þá ákvörðun að joina það lið. Klárlega getur Kári hjálpað honum mikið í sínum leik og það er eitt í fari Kyle sem ég fíla mjög vel er að hann virkar góður maður og góð persóna og þægileg nærvera í honum. Hann mun smellpassa inn í okkar hóp."

Vonast til að landa Birni

Víkingar ætla að halda áfram að styrkja sig en félagið er búið að leggja fram tilboð í Birni Snæ Ingason, einn hættulegasta leikmann HK, sem féll niður í Lengjudeildina á dögunum.

„Nei, ég held að ef við náum að landa Birni þá erum við mjög sáttir að fara inn í veturinn. Vonandi kannski einn í viðbót en þá getum við farið rólegir með sterkan hóp inn í veturinn. Ef eitthvað dettur upp í vetur þá getur ráðist á þau markmið að fá einn hafsent til viðbótar."

„Það verða mikið af erfiðum leikjum á næsta tímabili og við þurfum enn stærri hóp en í ár. Við erum auðvitað alltaf að leita en so far lítur þetta vel út,"
sagði hann ennfremur.

Sjá einnig:
Kyle McLagan: Símtalið frá Kára spilaði stóra rullu
Athugasemdir
banner
banner
banner